Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1526 svör fundust

Hvaða rannsóknir hefur Rúnar M. Þorsteinsson stundað?

Rúnar M. Þorsteinsson er prófessor í nýjatestamentisfræðum við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að bréfum Páls postula og grísk-rómversku samhengi þeirra. Einnig hefur Rúnar beint sjónum sínum að heimspekilegu samhengi guðspjalla Nýja testamentisins. Rúnar ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Rúnar Unnþórsson rannsakað?

Rúnar Unnþórsson er prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar. Rannsóknir Rúnars eru á sviði hönnunar, þróunar og endurbóta á samþættum kerfum. Viðfangsefnin hafa verið fjölmörg en allflest falla þau í tvo flokka. Annars vegar lausnir sem...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?

Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor og deildarforseti við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum. Þekkingarstjórnun felur í sér að skrá niður þekkingu starfsfólks innan fyrirtækja, flokka hana og miðla innan fyrirtækis til að bæta árangur, svo ...

Nánar

Hvað er vitað um Bræðralag Síons? Er það enn til?

Í bókinni Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown kemur svokallað Bræðralag Síons mikið við sögu, en það er sagt vera leynifélag sem stofnað var fyrir næstum 1000 árum til þess að varðveita ákaflega mikilvægt leyndarmál (hér verður ekki sagt meira til þess að spilla ekki fyrir þeim sem ætla sér að lesa bókina seinna). ...

Nánar

Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?

Tog vélar ræðst fyrst og fremst af því hve miklu eldsneyti er hægt að brenna í hverri sprengingu. Þannig ræðst togið fyrst og fremst af slagrúmtaki vélarinnar. Þjapphlutfall vélarinnar er næststærsti áhrifavaldurinn, vegna áhrifa þess á varmafræðilega nýtni vélarinnar. Rita má jöfnu um tog fjórgengisvélar vélar...

Nánar

Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?

Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að benda á ýmis gögn því til stuðnings að fólk noti all...

Nánar

Hvers vegna heita Maríuhellar í Heiðmörk þessu nafni?

Maríuhellar eru tveir hellar í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar, á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar og stundum nefndir svo (Fjárhellrar). Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru ...

Nánar

Hvernig verður efni til?

Stutta svarið er að við vitum ekki allt um það hvernig efni getur orðið til, en við vitum þó að það getur orðið til úr orku og getur líka breyst í orku. Í daglegu lífi er efnið eða massinn þó varðveitt; þar verður nýtt efni bara til úr öðru efni. En þetta er afar eðlileg spurning sem menn hafa lengi velt fyrir ...

Nánar

Geta hástökkvarar stokkið hærra ef þeir eru hátt yfir sjávarmáli?

Svarið er já, það geta þeir, ef þeir geta náð sama upphafshraða í stökkinu. Þeir þurfa þó að vera í meiri hæð yfir jörð en hæstu fjöll til að aukin stökkhæð mælist greinilega. Ástæðan fyrir meiri stökkhæð er minna þyngdarsvið sem kallað er, með öðrum orðum minni þyngdarkraftur á hvert kg í massa. Geimfarar geta lí...

Nánar

Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „jú“. Í vetrarstillum safnast ryk í andrúmsloftinu saman. Við slíkar aðstæður um áramót getur magn agna sem eru fínni en 10 μm (PM10) orðið hundraðfalt hærra en æskilegt er, eða um 1500-2500 μg/m3. Þetta átti til að mynda við um áramótin 2016/2017. Þess...

Nánar

Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum?

Lakagígar.Skaftáreldar í Lakagígum (1783-1784) voru eitt mesta eldgosið sem hefur orðið í sögu manna á jörðinni. Skaftáreldar eru dæmi um svonefnt flæðigos en í þeim kemur nær eingöngu upp hraun. Í Skaftáreldum komu upp um 14,5 km3 af hrauni og um 0,5 km3 af gjósku. Flatarmál hraunsins í Skaftáreldum er um 600 km2...

Nánar

Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?

Leonardó da Vinci (1452–1519) var einstaklega fjölhæfur listamaður og fræðimaður: listmálari, myndhöggvari, verkfræðingur, arkitekt, líffræðingur, uppfinningamaður og svo mætti lengi telja. Eftir hann liggja ómetanleg listaverk en einnig verkfræðilegar teikningar og líkön af ýmsu tagi. Yfirlitsrit um sögu stærðf...

Nánar

Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur?

Já, það er hægt, en stundum sést öðru haldið fram. Má líklega kenna því um að árið 1971 birtist í hinu virta vísindatímariti Science grein eftir Rozin, Poritsky og Sotsky undir heitinu „Bandarísk börn, sem eiga við lestrarerfiðleika að glíma, geta auðveldlega lært að lesa ensku sem er rituð með kínverskum táknum“....

Nánar

Er 666 tala djöfulsins?

Síðasta rit Biblíunnar kallast Opinberunarbókin. Hún tilheyrir bókmenntagrein sem nefnist heimsslitafræði (e. eschatology) en það hugtak er haft um texta sem boða endalok heimsins eins og hann er. Stundum er einnig sagt frá uppkomu nýs heims í slíkum textum. Í Opinberunarbókinni er mikið af talnaspeki (e. numer...

Nánar

Fleiri niðurstöður